Man Utd ætlar að bjóða Calvert-Lewin samning - Al Nassr á eftir Rodrygo - Chelsea fylgist með stöðu Nwaneri
   þri 18. janúar 2022 16:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Diego Godín til brasilísku meistaranna (Staðfest)
Diego Godín náði samkomulagi við Cagliari í vetur um að hann gæti farið frá félaginu í janúar. Það gerði hann á dögunum og samdi við brasilíska félagið Atletico Mineiro.

Godín verður 36 ára eftir mánuð og er reynslumikill miðvörður. Hann á að baki 153 leiki fyrir Úrúgvæ og hefur spilað með stórum liðum á borð við Villarreal, Atletico Madrid og Inter Milan á sínum félagsliða ferli.

Atletico Mineiro varð meistari í Brasilíu í fyrra.

Hjá félaginu hittir Godín fyrir leikmenn á borð við Hulk, Eduardo Vargas, Mariano, Dodo og Allan sem er fyrrum leikmaðiur Liverpool.


Athugasemdir
banner