Gallagher á lán til Man Utd? - Villa hefur áhuga á Johnson - Tottenham hefur hætt við að reyna að fá Semenyo
   þri 18. janúar 2022 14:12
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ronaldo, Rashford og Pogba byrjaðir að æfa - Búið að ræða við Martial
Ralf Rangnick, stjóri Manchester United, sat fyrir svörum á blaðamannafundi í dag. Tilefnið er leikur United gegn Brentford á morgun

Á fundinum sagði Rangnick frá því að þeir Cristiano Ronaldo, Marcus Rashford og Paul Pogba hefðu æft með liðinu í gær. Þá var greint frá því að enginn í leikmannahópi United hafi greinst með Covid.

„Ég var viss um að Ronaldo og Rashford yrðu klárir fyrir síðasta leik en svo var ekki. Pogba æfði í gær í fyrsta sinn með hópnum. Hann sýndi hversu ótrúlegur leikmaður hann getur verið," sagði Rangnick.

„Leikurinn gegn Brentford kemur of snemma en hann gæti verið klár eftir landsleikjahléið," bætti stjórinn við. Um Ronaldo og hvort hann passi inn í leikkerfi sitt hafði Rangnick þetta að segja:

„Enginn hefur afrekað það sem hann hefur gert; hann var ekki klár í síðustu leiki og æfði í gær. Hann getur ekki gert hlutina einn en hann getur gert það sem hluti af liðinu."

Á fundinum sagði Rangick einnig að hann sé búinn að ræða við Anthony Martial. Rangnick sagði á laugardag að Martial hefði ekki viljað vera í hópnum gegn Aston Villa en Martial þvertók fyrir það með færslu á samfélagsmiðlum. „Hann mun æfa með liðinu í dag og ég tek í kjölfarið ákvörðun hvort hann verði í hópnum á morgun."

Sjá einnig:
Martial tjáir sig - „Mun aldrei neita að spila leik fyrir Man Utd"
Enski boltinn - Vantar nýjan þjálfara og drulla mönnum burt
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 17 12 3 2 31 10 +21 39
2 Man City 17 12 1 4 41 16 +25 37
3 Aston Villa 17 11 3 3 27 18 +9 36
4 Chelsea 17 8 5 4 29 17 +12 29
5 Liverpool 17 9 2 6 28 25 +3 29
6 Sunderland 17 7 6 4 19 17 +2 27
7 Man Utd 17 7 5 5 31 28 +3 26
8 Crystal Palace 17 7 5 5 21 19 +2 26
9 Brighton 17 6 6 5 25 23 +2 24
10 Everton 17 7 3 7 18 20 -2 24
11 Newcastle 17 6 5 6 23 22 +1 23
12 Brentford 17 7 2 8 24 25 -1 23
13 Fulham 17 7 2 8 24 26 -2 23
14 Tottenham 17 6 4 7 26 23 +3 22
15 Bournemouth 17 5 7 5 26 29 -3 22
16 Leeds 17 5 4 8 24 31 -7 19
17 Nott. Forest 17 5 3 9 17 26 -9 18
18 West Ham 17 3 4 10 19 35 -16 13
19 Burnley 17 3 2 12 19 34 -15 11
20 Wolves 17 0 2 15 9 37 -28 2
Athugasemdir