fim 18. febrúar 2021 09:30
Magnús Már Einarsson
Solskjær vill fleiri mörk frá framherjunum
Ole Gunnar Solskjær
Ole Gunnar Solskjær
Mynd: Getty Images
Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, segist vilja fá fleiri mörk frá framherjum liðsins. Bruno Fernandes er markahæsti leikmaður United í vetur með 14 mörk á meðan framherjarnir Marcus Rashford, Anthony Martial, Edinson Cavani og Mason Greenwood hafa samtals skorað 19 mörk.

„Við erum liðið sem hefur skorað mest í deildinni en það er rétt að framherjarnir okkar hafa ekki skorað eins mikið og ég vildi," sagði Solskjær.

„Það er samt jákvætt að mínu mati. Við erum að sigla inn í lokakafla tímabilsins og ef við náum þeim aftur í stuð þá getur það gert gæfumuninn í leikjum."

„Við erum að leggja hart að okkur og þeir hafa gæði. Þetta þýðir að við höfum fengið mörg úr öðrum stöðum sem er bæting frá síðasta tímabili. Ef við getum sameinað þessa hluti og varist aðeins betur þá getum við náð velgengni á þessu tímabili."


Manchester United mætir Real Sociedad í 32-liða úrslitum Evrópudeildarinnar klukkan 17:55 í dag.
Athugasemdir
banner
banner