Barcelona og Real Madrid vilja Bernardo Silva - Gravenberch til Tyrklands? - Mikill áhugi á Nacho
   sun 18. febrúar 2024 12:40
Brynjar Ingi Erluson
Einn úr föruneyti Mbappe fundaði með Man City
Kylian Mbappe
Kylian Mbappe
Mynd: Getty Images
Spænski miðillinn Cadena Ser fullyrðir að föruneyti franska fótboltamannsins Kylian Mbappe sé að funda með nokkrum félögum í Evrópu.

Þessi 25 ára gamli sóknarmaður hefur tjáð Paris Saint-Germain að hann ætli sér að yfirgefa félagið í sumar er samningur hans rennur sitt skeið.

Real Madrid er talinn líklegasti áfangastaður Mbappe og segja miðlar að Florentino Perez, forseti Real Madrid, hafi þegar tilkynnt leikmannahópnum að Mbappe sé á leiðinni, en það er ekki eini kosturinn í stöðunni.

Samkvæmt Cadena Ser sást einn úr föruneyti Mbappe í Manchester þar sem hann á að hafa fundað með stjórnarmönnum Manchester City. Sá aðili sást einnig á æfingasvæði félagsins.

Annar úr föruneytinu var þá viðstaddur á leik RB Leipzig og Real Madrid í Meistaradeildinni í síðustu viku.

Mbappe hefur einnig verið orðaður við Arsenal, Barcelona, Liverpool og Manchester United.
Athugasemdir
banner
banner