Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 18. mars 2023 14:53
Aksentije Milisic
Albert með tvennu í gífurlega mikilvægum sigri Genoa
Mynd: Getty Images

Albert Guðmundsson var á skotskónum í dag þegar Genoa vann gífurlega mikilvægan útisigur á Brescia í Serie B deildinni á Ítalíu.


Genoa er í öðru sæti deildarinnar með 56 stig eftir 30 umferðir en liðið er í mikillri baráttu um að komast í deild þeirra bestu á Ítalíu á ný. Sudtirol vann einnig en liðið er að elta Genoa í þriðja sæti deildarinnar. Sudtirol er fimm stigum á eftir Genoa sem stendur.

Eddie Salcedo kom Genoa í forystu seint í fyrri hálfleiknum og það var síðan Albert Guðmundsson sem kom Genoa í tveggja marka forystu með marki á 71. mínútu leiksins eftir stoðsendingu frá Caleb Ekuban.

Það var sama uppskrift í uppbótartíma leiksins en þá skoraði Albert aftur og aftur var það eftir sendingu frá Ekuba. Þessi síðasti nagli frá Alberti í kistu Brescia kom í uppbótartímanum.

Albert hefur verið að spila mjög vel með liði Genoa upp á síðkastið og er í metum hjá stuðningsmönnum liðsins.

Eins og allir vita þá er Albert ekki í íslenska landsliðshópnum sem var opinberaður á miðvikudeginum síðasta en Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari, sagði að Albert væri ekki tilbúinn að koma inn á forsendum liðsins. Hann sagði að Albert vildi vera í byrjunarliðinu og ekki viljað vera á bekknum.

Síðan þá hafa margir tjáð sig um málið en Guðmundur Benediktsson, faðir Alberts, kom með yfirlýsingu í gær.


Athugasemdir
banner