Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 18. mars 2023 20:00
Brynjar Ingi Erluson
Enski bikarinn: Man City tók Burnley í kennslustund - Jói Berg fór af velli í hálfleik
Erling Braut Haaland skoraði þrjú
Erling Braut Haaland skoraði þrjú
Mynd: Getty Images
Jóhann Berg fór af velli í hálfleik
Jóhann Berg fór af velli í hálfleik
Mynd: Getty Images
Manchester City 6 - 0 Burnley
1-0 Erling Haland ('32 )
2-0 Erling Haland ('35 )
3-0 Erling Haland ('59 )
4-0 Julian Alvarez ('62 )
5-0 Cole Palmer ('68 )
6-0 Julian Alvarez ('73 )

Manchester City er komið í undanúrslit enska bikarsins eftir að hafa unnið 6-0 sigur á Burnley á Etihad-leikvanginum í dag. Erling Braut Haaland skoraði sjöttu þrennuna á tímabilinu.

Það tók sinn tíma fyrir heimamenn að brjóta vörn Burnley aftur á bak en það gerðist á 32. mínútu. Julian Alvarez stakk boltanum inn á Erling Haaland sem skoraði og þremur mínútum síðar var hann aftur á ferðinni eftir fyrirgjöf frá Phil Foden.

Norðmaðurinn gerði þriðja mark sitt í leiknum á 59. mínútu eftir að skot Phil Foden hafnaði í stöng og út á Haaland sem gerði sjöttu þrennuna á tímabilinu og 42. mark hans í öllum keppnum, en honum var síðan skipt af velli eftir að Julian Alvarez gerði fjórða mark leiksins.

Cole Palmer og Alvarez gerðu síðan tvö mörk til viðbótar til að gera út um leikinn. Auðveldur sigur Man City þó Burnley hafi byrjað leikinn ágætlega.

Vincent Kompany, stjóri Burnley, sneri aftur á sinn gamla heimavöll og sá Haaland til þess að gera endurkomuna óbærilega fyrir belgíska stjórann.

Jóhann Berg Guðmundsson var í byrjunarliði Burnley en var skipt af velli í hálfleik.
Athugasemdir
banner
banner