Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 18. apríl 2021 16:14
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Neville ekki hrifinn: Dragið stig af liðunum sem ætla í Ofurdeildina
Mynd: Getty Images
Tólf af stærstu félögum Evrópu eru með það í áformum sínum að stofna nýja Ofurdeild.

Talað er um sex stærstu félög Englands, topplið Spánar og félög á Ítalíu. Einhverjar sögur eru um að FC Bayern og PSG séu ekki jafn spennt fyrir þessari hugmynd.

Enska úrvalsdeildin hefur fordæmt þessi áform og þá hafa UEFA og FIFA sett sig upp á móti þessu.

Gary Neville, fyrrum leikmaður Man Utd og enska landsliðsins, er mjög á móti þessari hugmynd.

„Það ætti að draga stig af öllum liðum sem eru að taka þátt í þessu. 'Stóru sex' - dragið stig af þeim öllum," segir Neville.

Fleiri fréttir um málið má nálgast á heimasíðu Fótbolta.net.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner