Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 18. apríl 2021 18:20
Aksentije Milisic
Sir Alex um Ofurdeildina: Ekki viss um að Man Utd sé hluti af þessu
Mynd: Getty Images
Saga dagsins í dag er stofnun á svokallaðri evrópskri Ofurdeild en margir eru á móti þessari hugmynd, bæði stuðningsmenn og sérfræðingar.

Talað er um að tólf af stærstu félögum álfunnar vilji stofna nýja Evrópukeppni sem kæmi í stað Meistardeildarinnar.

Manchester United er sagt vera eitt af þessum liðum en Sir Alex Ferguson, sigursælasti stjóri ensku úrvalsdeildarinnar, hefur tjáð sig um þessa deild.

„Umræðan um Ofurdeildina er skref burt frá 70 ára sögu Evrópuboltans. Á mínum tíma hjá Man Utd, þá spiluðum við fjórum sinnum í úrslitaleik Meistaradeildarinnar og það voru alltaf stærstu kvöldin á ferlum okkar," sagði Sir Alex.

„Ég er ekki viss um að Man Utd sé hluti af þessu, þar sem ég er ekki einn af þeim sem tekur ákvörðun um þetta."

Málið hefur skiljanlega vakið mikla athygli í dag og mikil reiði ríkir í fótboltaheiminum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner