Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
   sun 18. apríl 2021 14:46
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Stöllur Dagnýjar skoruðu ellefu mörk - Alexandra kom við sögu
Kvenaboltinn
Ástralska landsliðskonan skoraði fjögur
Ástralska landsliðskonan skoraði fjögur
Mynd: EPA
Kvennalið West Ham vann 11-0 sigur á Chichester City í enska bikarnum í dag. Dagný Brynjarsdóttir, sem hefur verið í lykilhlutverki á miðjunni hjá liðinu, var ónotaður varamaður í dag.

Staðan var 7-0 í hálfleik og í seinni hálfleik bættu stöllur Dagnýjar við fjórum mörkum. Leikurinn var liður í 32-liða úrslitum keppninnar. Emily van Egmond skoraði fjögur mörk fyrir West Ham.

Í þýsku Bundesliga lék Alexandra Jóhannsdóttir síðustu tíu mínúturnar þegar Frankfurt vann 4-0 sigur á Sand.

Frankfurt er í 6. sæti deildarinnar með 24 stig eftir sautján leiki.
Athugasemdir
banner