Sancho vill ekki snúa aftur til Man Utd - Dumfries vill fara til Man Utd - Chelsea vill Osimhen
   mán 18. maí 2020 20:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Nennti ekki að koma mér heim úr golfi til þess að skrifa upp á pappíra um að mig langaði ekki í laun"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kári Árnason, leikmaður Víkings og íslenska landsliðsins, var gestur Jóhanns Skúla Jónssonar í hlaðvarpsþættinum Draumaliðið í dag.

Kári fór yfir ferilinn í spjalli sínu og velur byrjunarlið skipað sínum bestu, og stundum, uppáhalds samherjum. Kári vara á mála hjá Plymouth á árunum 2009-2011 og hann hafði athyglisverða sögu að segja frá tímanum þegar félagið fór í greiðslustöðvun. Kári fékk stígvélið frá félaginu á þessum tíma þegar hann neitaði að skrifa undir pappíra hjá félaginu.

„Við vorum látnir skrifa undir einhverja pappíra. Ef að félagið myndi koma úr greiðslustöðvun þá skuldaði félagið okkur laun. Það var ekkert annað í stöðunni en að skrifa undir þá pappíra," sagði Kári.

„Það var búið að selja bestu leikmennina úr liðinu, það var ekkert eftir. Liðið var ömurlegt, gátum ekki neitt, ekki að fá borgað og glugginn lokaður. Einn liðsfélagi minn flutti heim til mín því hann átti engan pening."

„Þetta endar um sumarið og við erum ekki búnir að fá borgað í 6-7 mánuði. Ég er úti á golfvelli og fæ tölvupóst að ég eigi að skrifa undir pappírana. Þeim átti að skila klukkan tvö og ég fékk póstinn klukkan tólf."

„Ég tók þá ákvörðun að ég nennti þessu ekki. Ég sagði nei, ég ætla ekki að gera það. Aðallega af því ég nennti ekki að koma mér heim úr golfi til þess að skrifa upp á pappíra um að mig langaði ekki í laun."

„Þá fékk ég póst um að samningnum hefði verið rift á staðnum. Þeir ráku mig sem er ólöglegt. Þetta endaði með því að þeir skulduðu mér það sem þeir borguðu ekki í sjö mánuði plús þetta eina ár sem ég átti eftir af samningum."


Kári segir í kjölfarið frá því hvernig leikmannasamtökin virka á Englandi. Það sé margt gott þar en ekki hafi verið nægilega vel staðið við bakið á leikmönnum á Plymouth. Þáttinn má hlusta á í heild sinni hér að neðan.


Athugasemdir
banner
banner
banner