Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 18. maí 2020 08:44
Magnús Már Einarsson
Nokkrir orðaðir við Liverpool og Man Utd
Powerade
Caglar Soyuncu er orðaður við Liverpool.
Caglar Soyuncu er orðaður við Liverpool.
Mynd: Getty Images
Juventus og Manchester United vilja fá Raul Jimenez.
Juventus og Manchester United vilja fá Raul Jimenez.
Mynd: Getty Images
Liverpool og Manchester United koma mikið við sögu í slúðurpakka dagsins.



Manchester United þarf að greiða 80 milljónir punda til að fá Jack Grealish (24) frá Aston Villa í sumar, jafnvel þó síðarnefnda liðið falli úr ensku úrvalsdeildinni. (Mirror)

Corentin Tolisso, miðjumaður Bayern Munchen, er á óskalista Manchester United en þýska félagið er tilbúið að leyfa honum að fara í sumar til að fá pening til að fjármagna kaup á Leroy Sane (24) frá Manchester City. (Express)

Juventus ætlar að berjast við Manchester United um Raul Jimenez (29) framherja Woves. (Times)

Liverpool er sagt líklegt til að hafa betur gegn Manchester City í baráttunni um Caglar Soyuncu (23) miðvörð Leicester. Barcelona hefur líka áhuga á honum. (AS)

Ryan Fraser (26) kantmaður Bournemouth hefur áhuga á að ganga í raðir Tottenham í sumar en hann verður samningslaus 30. júní. (Mirror)

Real Madrid vill fá Erling Braut Haaland (19) framherja Borussia Dortmund og Kylian Mbappe (21) frá PSG. (AS)

PSG ætlar ekki að bjóða Edinson Cavani (33) nýjan samning. Cavani verður samningslaus í sumar en Newcastle vill krækja í hann. (Express)

Liverpool hefur boðið miðjumanninum Pedro Chirivella (22) nýjan fimm ára samning en Nantes og Rangers hafa líka áhuga á honum. (Goal)

Liverpool er að íhuga að fá Nicolo Zaniolo (20) framherja Roma en hann hefur einnig verið orðaður við Manchester United og Tottenham. (Corriere dello Sport)

Liverpool ku hafa byrjað viðræður um kaup á Zaniolo áður en kórónaveirufaraldurinn skall á. (II Tempo)

Diego Llorente (26) varnarmaður Real Sociedad vill fara í sumar en Mónakó og Liverpool hafa áhuga. (La Razon)

Crystal Palace ætlar að reyna að fá Sean Dyche frá Burnley í stjórastólinn. Palace vill einnig fá kantmanninn Dwight McNeil (20) og varnarmanninn James Tarkowski (27) frá Burnley. (Mirror)

Manchester United þarf að berjast við Real Madrid til að landa Milan Skriniar (25) varnarmanni Inter en hann er til sölu í sumar. (Mirror)

Christian Koffi (19) miðjumaður Fiorentina ákvað að ganga ekki í raðir Liverpool árið 2018. Hann segir það ekki hafa verið mistök. (Sofoot)

Sandro Tonali (20) miðjumaður Brescia er við það að ganga í raðir Inter. Tonali hafnaði Juventus en hann hefur einnig verið orðaður við Liverpool. (Le10 Sport)
Athugasemdir
banner
banner