Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   mán 18. maí 2020 12:18
Elvar Geir Magnússon
Hudson-Odoi grunaður um nauðgun - Piers Morgan lætur hann heyra það
Leikmaðurinn ekki lengur í haldi lögreglu
Callum Hudson-Odoi.
Callum Hudson-Odoi.
Mynd: Getty Images
Sjónvarpsmaðurinn Piers Morgan kallar eftir því að Callum Hudson-Odoi, sóknarleikmaður Chelsea, verði settur í bann og geti ekki spilað þegar enski boltinn byrjar aftur að rúlla.

Hudson-Odoi komst á síður enskra blaða eftir að hafa verið handtekinn aðfaranótt sunnudags.

Hann braut reglur um útgöngubann með því að vera með kvenmanni sem síðan hringdi á lögregluna, klukkan 3:53 um nóttina.

Morgan er umsjónarmaður morgunþáttarins Good Morning Britain og skrifaði á Twitter:

„Svona hálfvitar koma ósanngjörnu orðspori á alla fótboltamenn og gera lítið úr áætlunum enska boltans um að gæta fyllsta öryggis til að hefja leik aftur," segir Morgan.

„Það á að gefa mönnum þau skilaboð að ef reglur eru brotnar þá verði þeir í banni þegar boltinn hefst aftur."

Sagt er að Hudson-Odoi hafi lent í rifrildi við konuna. Hann var í morgun látinn laus úr haldi lögreglu en konan var flutt á sjúkrahús um helgina. Chelsea hefur neitað að tjá sig um málið en Hudson-Odoi á að mæta í frekari yfirheyrslur um miðjan júní.

Daily Mail segir að leikmaðurinn sé grunaður um nauðgun.

Hudson-Odoi er 19 ára og hafði spilað 17 leiki fyrir Chelsea á tímabilinu þegar keppni var frestað vegna kórónaveirufaraldursins. Hann greindist sjálfur með veiruna í byrjun mars en var búinn að ná sér síðar í þeim mánuði.
Athugasemdir
banner
banner