banner
   þri 18. maí 2021 10:46
Elvar Geir Magnússon
Hodgson hættir hjá Crystal Palace (Staðfest)
Roy Hodgson verður 74 ára í sumar.
Roy Hodgson verður 74 ára í sumar.
Mynd: Getty Images
Roy Hodgson, aldursforseti ensku úrvalsdeildarinnar, hefur tilkynnt að hann muni láta af störfum hjá Crystal Palace eftir að tímabilinu lýkur en þá rennur samningur hans út.

Sjá einnig:
Hver tekur við af Roy Hodgson?

Hodgson, sem er fyrrum landsliðsþjálfari Englands, verður 74 ára í ágúst en hann hefur verið stjóri Palace síðan í september 2017.

Hans síðasti leikur verður gegn Liverpool á Selhurst Park á sunnudaginn en Palace er í þrettánda sæti úrvalsdeildarinnar.

„Eftir meira en 45 ár í þjálfun hef ég ákveðið að þetta sé rétti tímapunkturinn fyrir mig að stíga frá þeirri hörkukeppni sem er í úrvalsdeildinni," segir Hodgson. Hann útilokar ekki að halda áfram í bransanum en segir að tími sinn sem stjóri í fullu starfi sé liðinn.

„Ég hef fengið mikinn stuðning frá eiginkonu minni og fjölskyldu á ferlinum og nú tel ég að það sé rétti tími minn að einbeita mér að þeim og sjá hvað framtíðin mun bera í skauti sér."
Athugasemdir
banner
banner