Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 18. júní 2021 14:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Viðar spurður út í landsliðið - „Ber engan kala til KSÍ"
Icelandair
Viðar Örn Kjartansson.
Viðar Örn Kjartansson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er alveg kominn ágætlega yfir það," segir sóknarmaðurinn Viðar Örn Kjartansson sem var hvorki í hóp á EM 2016 né HM 2018 með íslenska landsliðinu.

Viðar hefur yfirleitt raðað mörkum inn með félagsliðum sínum í Evrópu en hefur ekki fengið mörg tækifærin með landsliðinu.

„Auðvitað var skemmtilegt að vera partur af þessu. Ég var með í öllum hópum í undankeppnum en svo ekki í hópunum í stóru keppnunum. Ég hef svarað fyrir það svona 500 sinnum, mér finnst það fáránlegt og allt það. Ég er alveg kominn ágætlega yfir það," sagði Viðar í Chess After Dark.

Íslenska liðið var mjög rútínerað og það var mjög erfitt að komast inn í það. „Hefði einhver einn komið inn í þetta, þá var þetta ekki sama liðið einhvern veginn. Þessir leikmenn virkuðu 100 prósent og allt gekk upp."

„Það líða einhver þrjú ár þar til ég fæ fyrsta leikinn minn í byrjunarliði í undankeppni."

„Ég skil þetta að mörgu leyti því landsliðið var að spila það vel. Það er smá 'killer' að vera á bekknum í tvö ár og fá svo kannski einn leik."

Viðar skoraði flott mark gegn Danmörku í Þjóðadeildinni á síðasta ári. Hann var svo ekki valinn í næsta hóp eftir það fyrir fyrstu leikina í undankeppni HM. Það myndaðist mikil umræða um það hvers vegna Viðar var ekki í hópnum.

„Fólk var búið að segja ýmislegt, að ég væri ekki að nýta tækifærið, að ég væri ekki að skora og þegar ég skoraði að þá væri það gegn FC Nörd, Andorra og svona. Þegar ég skoraði gegn Dönum þá hugsaði ég að ég gæti hafa opnað einhverjar glufur. Svo er ég ekki í landsliðinu. Ég hugsaði að þetta gæti verið eitthvað."

Viðar segist ekki lengur vera að hugsa um landsliðið með einhverjar væntingar, en hann mæti í hóp ef hann er valinn.

„Maður hefur verið í aukahlutverki, en það hefur verið drullugaman að koma og hitta strákana í landsliðinu. Ég ber engan kala til KSÍ. Ég talaði við Arnar (Þór Viðarsson) um daginn og við áttum fínt spjall."


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner