banner
   sun 18. ágúst 2019 21:54
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Spánn: Magnað hlaup Joao Felix - Fór svo meiddur út af
Morata og Joao Felix fagna markinu.
Morata og Joao Felix fagna markinu.
Mynd: Getty Images
Úr leik Espanyol og Stjörnunnar. Espanyol tapaði í kvöld.
Úr leik Espanyol og Stjörnunnar. Espanyol tapaði í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fjórir leikir voru í spænsku úrvalsdeildinni í dag þegar 1. umferð deildarinnar kláraðist.

Mikið breytt lið Atletico Madrid byrjar á sigri. Atletico fékk Getafe í heimsókn í kvöld og þar skoraði Alvaro Morata eina markið eftir góða sendingu Kieran Trippier. Enski hægri bakvörðurinn Trippier varð þar með fyrsti leikmaðurinn til að leggja upp bæði fyrir Burnley og Atletico Madrid í ágústmánuði. Skemmtileg tölfræði.

Tvö rauð spjöld fóru á loft undir lok fyrri hálfleiks. Joao Felix var að spila sinn fyrsta deildarleik á Spáni, en hann var keyptur fyrir meira en 100 milljónir punda í sumar og því miklar væntingar bundnar við hann hjá Atletico.

Felix, sem er 19 ára, átti magnaðan sprett í seinni hálfleiknum sem varð til þess að Atletico fékk vítaspyrnu. Þetta hlaup hjá honum má sjá hérna.

Morata fór á punktinn, en hann náði ekki að skora. Felix fór meiddur af velli á 65. mínútu. Vonandi er það ekki alvarlegt.

Atletico vann leikinn 1-0. Liðið stefnir auðvitað á titilbaráttu í vetur.

Alaves, Sevilla og Real Valladolid unnu einnig í dag. Valladolid vann óvæntan sigur á Betis og Sevilla vann útisigur á Espanyol, liðinu sem sló Stjörnuna út í forkeppni Evrópudeildarinnar.

Alaves 1 - 0 Levante
1-0 Joselu ('54 )

Atletico Madrid 1 - 0 Getafe
1-0 Alvaro Morata ('23 )
1-0 Alvaro Morata ('57 , Misnotað víti)
Rautt spjald: Jorge Molina, Getafe ('39), Renan Lodi, Atletico Madrid ('42)

Betis 1 - 2 Valladolid
0-1 Sergi Guardiola ('63 )
1-1 Loren Moron ('68 )
1-2 Oscar Plano ('89 )
Rautt spjald:Joel Robles, Betis ('8)

Espanyol 0 - 2 Sevilla
0-1 Sergio Reguilon ('44 )
0-2 Nolito ('86 )
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner