lau 18. september 2021 15:15
Aksentije Milisic
West Ham komst aldrei nálægt því að kaupa Lingard
Mynd: Getty Images
David Moyes, stjóri West Ham, sagði frá því á blaðamannafundi að félagið hafi aldrei verið nálægt því að kaupa Jesse Lingard frá Manchester United.

West Ham fékk Lingard á láni frá United í janúar á þessu ári og blómstraði Englendingurinn í treyju West Ham það sem eftir lifði tímabils.

Talið var að West Ham myndi jafnvel ganga frá kaupum á Lingard eftir tímabilið en Ole Gunnar Solskjær, stjóri Man Utd, sagði strax við Moyes að hann ætlaði sér ekki að selja leikmanninn.

West Ham og Manchester United mætast á morgun og þá gæti Lingard spilaði gegn sínum fyrrum félögum.

„Ole lét mig vita snemma að hann vildi halda Lingard. Þannig að ég vissi það tímanlega að hann væri ekki að fara yfirgefa United," sagði Moyes.

Lingard gerði sig sekan um skelfileg mistök gegn Young Boys í Meistaradeild Evrópu fyrr í vikunni þar sem hann gaf heimamönnum mark á silfurfati á fimmtu mínútu uppbótartímans.

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner