Samúel Kári Friðjónsson lék allan leikinn í jafntefli Atromitos gegn Volos í grísku deildinni í dag.
Samúel Kári hefur verið með fast sæti í byrjunarliðinu og spilað allar mínútur á nýju tímabili í efstu deild í Grikklandi undir stjórn Chris Coleman, fyrrum þjálfara velska landsliðsins og Sunderland meðal annars.
Stefán Teitur Þórðarson kom þá inn af bekknum á 65. mínútu í sigri Silkeborg á útivelli gegn Odense í efstu deild danska boltans.
Silkeborg vann þægilegan 0-3 sigur og er með 16 stig eftir 8 umferðir. Þetta var fjórði sigur liðsins í röð og eru Stefán Teitur og félagar aðeins þremur stigum eftir Orra Steini Óskarssyni og félögum í toppliði FCK.
Arnór Ingvi Traustason var í byrjunarliði Norrköping í efstu deild sænska boltans og komu Ísak Andri Sigurgeirsson og Ari Freyr Skúlason inn af bekknum í tapi á heimavelli gegn Mjällby.
Guðmundur Baldvin Nökkvason var í leikmannahópi Mjallby en horfði af bekknum.
Bæði lið sigla lygnan sjó í efri hluta deildarinnar, með 34 stig eftir 23 umferðir.
Að lokum kom Alex Þór Hauksson inn af bekknum í 2-2 jafntefli Öster gegn Vasteras í B-deild sænska boltans. Liðin eru í harðri baráttu um að komast upp í efstu deild, þar sem Öster er í þriðja sæti sem stendur. Þriðja sætið veitir umspilsrétt um sæti í efstu deild á næsta ári.
Atromitos 1 - 1 Volos
Odense 0 - 3 Silkeborg
Norrköping 0 - 2 Mjällby
Öster 2 - 2 Vasteras