Manchester City verður án Bunny Shaw í mikilvægum Meistaradeildarleik eftir að félagið sótti ekki um vegabréfsáritun fyrir hana í tæka tíð.
City mætir Paris FC í fyrri leik liðanna í Frakklandi í kvöld. Um er að ræða tveggja leikja einvígi í forkeppni Meistaradeildarinnar.
Guardian segir frá því að Shaw, sem er frá Jamaíku, hafi ekki mátt ferðast í leikinn þar sem ekki hafi verið sótt um vegabréfsáritun fyrir hana. Hún þurfti á slíkri að halda til að geta ferðast til Frakklands.
City reyndi að fá vegabréfsáritun í flýti þegar upp komst um mistökin en það tókst ekki.
Shaw var besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð með 21 mark í 18 leikjum. Það er mikið högg fyrir City að vera án hennar.
Athugasemdir