Van Dijk og Salah til Al-Ahli? - United vill fá Pau Torres - Ronaldo segir Al-Nassr að gera tilboð í De Bruyne - Alonso arftaki Ten Hag?
banner
   mið 18. september 2024 16:17
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Er þetta árið?
Everton hefur farið hörmulega af stað á nýju tímabili.
Everton hefur farið hörmulega af stað á nýju tímabili.
Mynd: Getty Images
Sean Dyche, stjóri Everton.
Sean Dyche, stjóri Everton.
Mynd: EPA
Everton hefur átt alveg hrikalega erfitt tímabil til þessa. Eftir fjóra leiki í ensku úrvalsdeildinni er liðið án stiga við botninn og þá er Everton úr leik í deildabikarnum eftir tap gegn Southampton í gær.

Síðustu tveir deildarleikir Everton hafa verið ótrúlegir þar sem liðið hefur komist 2-0 yfir í þeim báðum og tapað þeim svo.

Everton hefur alltaf verið í ensku úrvalsdeildinni frá því hún var stofnuð í núverandi mynd árið 1992 en menn spyrja sig að því núna hvort þetta sé árið þar sem liðið fellur loksins.

„Þeir fengu þrjú mörk á sig á einhverjum sjö mínútum gegn Bournemouth. Þetta er farið að líta ansi, ansi illa út. Því miður held ég að þetta sé árið þar sem þeir fara niður," sagði Ágúst Unnar Kristinsson, leikmaður ÍR, þegar farið var yfir Everton í Enski boltinn hlaðvarpinu fyrr í vikunni.

„Að vera með tvo leiki alveg í höndunum og missa þá svona niður, það er ekki boðlegt. Ætli Sean Dyche verði ekki bara fyrsti maðurinn til að taka pokann sinn."

Það verður örugglega erfitt fyrir Dyche að ná liðinu upp úr þessum dimma dal eftir síðustu tvo tapleiki í deildinni. Samkvæmt fregnum frá Englandi er hann enn með fullan stuðning frá félaginu en það er fljótt að breytast í boltanum.

„Þetta er vont," sagði Óliver Elís Hlynsson, einnig leikmaður ÍR, í þættinum en það er líklega bara best að lýsa Everton þannig þessa stundina.

Everton hefur ekki verið vel rekið félag síðustu árin og hefur liðið verið nálægt því að falla síðustu þrjú tímabilin. Spurning er hvort að þetta sé árið þar sem það gerist en það væri afar súrt þar sem félagið er að fara á nýjan og glæsilegan leikvang fyrir næstu leiktíð.
Enski boltinn - Að harka út sigur og getur Liverpool barist um titilinn?
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner