Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fös 18. október 2019 08:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Benteke og Tomkins fá nýjan samning
Benteke hefur lítið skorað en fær samt nýjan samning.
Benteke hefur lítið skorað en fær samt nýjan samning.
Mynd: Getty Images
Christian Benteke og James Tomkins hafa framlengt samninga sína við Crystal Palace.

Nýr samningur Tomkins er til 2022 og er samningur Benteke til 2021.

„Ég er ánægður að samningar hafi náðst við þessa tvo mikilvægu leikmenn," sagði Steve Parish, stjórnarformaður Palace.

Miðvörðurinn Tomkins gekk í raðir Palace frá West Ham árið 2016 og hefur spilað 87 leiki fyrir Crystal Palace. „Ég er á fjórða tímabili mínu hérna og ég hef notið þess að vera hjá Palace. Ég er spenntur fyrir framtíðinni og hikaði ekki við að skrifa undir nýjan samning."

Benteke hefur skorað 21 mark í 98 leikjum frá því hann kom til Palace frá Liverpool. Hann er enn dýrastur í sögu Palace, kostaði í kringum 30 milljónir punda.

„Ég er staðráðnari en nokkru sinni fyrr að endurgjalda trúna sem stjórnarformaðurinn, knattspyrnustjórinn og okkar stórkostlegu stuðningsmenn hafa sýnt mér," sagði Benteke.

Benteke hefur aðeins skorað fjögur deildarmörk frá upphafi 2017/18 tímabilsins, en fær samt sem áður nýjan samning.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner