Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 18. október 2019 09:00
Elvar Geir Magnússon
Pogba hitti Zidane - Fjölskylda Rakitic vill ekki til Manchester
Powerade
Rakitic í landsleik með Króatíu.
Rakitic í landsleik með Króatíu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Moussa Dembele.
Moussa Dembele.
Mynd: Getty Images
Pogba, Matic, Rakitic, Haaland, Dembele og Szczesny eru meðal nafna í slúðurpakka dagsins. BBC tók saman.

Paul Pogba (26), miðjumaður Manchester United, hitti Zinedine Zidane, stjóra Real Madrid, í Dubai í landsleikjaglugganum en það býr til enn meiri vangaveltur um framtíð Frakkans. (Mirror)

Nemanja Matic (31), miðjumaður Serbíu og Manchester United, er á óskalista Inter. (Sun)

Króatíski miðjumaðurinn Ivan Rakitic (31) hjá Barcelona útilokar að fara til Manchester United þar sem fjölskylda hans vill ekki flytja til Manchester. (Mail)

Stjórn spænsku deildarinnar hefur komið með þá hugmynd að El Clasico verði færður frá 26. október til 7. desember. (AS)

Manchester City hefur áhuga á Erling Haaland (19) hjá Red Bull Salzburg. Sóknarmaðurinn ungi er sonur Alf-Inge Haaland sem spilaði fyrir City. (Sun)

Moussa Dembele (23), sóknarmaður Lyon, vill snúa aftur í enska boltann en Everton og Manchester United eru sögð hafa áhuga. Frakkinn lék með Fulham. (Football Insider)

Manchester United sendi Juventus fyrirspurn um pólska markvörðinn Wojciech Szczesny (29) í sumar, áður en David de Gea gerði nýjan langtímasamning. (Goal)

Úlfarnir hafa gert tilboð í Franck Kessie (22), Fílabeinsstrendinginn hjá AC Milan. (La Gazzetta dello Sport)

Tottenham og Manchester United eru meðal félaga sem hafa nálgast svissneska miðjumanninn Denis Zakaria (22) hjá Borussia Mönchengladbach. (Bild)

Tottenham mun reyna að fá Isco (27) frá Real Madrid ef Eriksen fer í janúar. (El Desmarque)

Liverpool er tilbúið að selja Adam Lallana (31) eftir tímabilið ef staðan breytist ekki. (Football Insider)

Spænski markvörðurinn Adrian (32) segir að Liverpool sé með tvo aðalmarkverði, sig og Alisson. (Telegraph)

Liverpool hefur áhuga á miðjumanninum Ben Chrisene (15) hjá Exeter. (Sun)

Watford hefur hafnað fyrirspurn frá Fluminense um að halda Joao Pedro (18) í Brasilíu til sumarsins 2020. Watford er með samkomulag um að fá leikmanninn 1. janúar. (Watford Observer)

Wilfried Zaha (26) hjá Crystal Palace gefur 10% af launum sínum í góðgerðarmál á Fílabeinsströndinni. (Mirror)
Athugasemdir
banner
banner
banner