Chelsea verðmetur Jackson á 100 milljónir punda - Rashford efstur á óskalista Barcelona - Sancho til Juventus?
banner
   mán 18. október 2021 11:24
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Túfa framlengir við Val (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Srdjan Tufegdzic, Túfa, hefur framlengt samning sinn við Val og verður áfram aðstoðarþjálfari liðsins.

Túfa tók við sem aðstoðarþjálfari þegar Heimir Guðjónsson var ráðinn aðalþjálfari haustið 2019. Túfa hafði áður verið þjálfari KA og Grindavíkur.

Einhverjir vildu meina að Túfa væri mögulega á förum frá Val en Heimir staðfesti það í viðtali við Fótbolta.net fyrr í þessum mánuði að Túfa færi hvergi.

„Túfa verður áfram," sagði Heimir þann 4. október.

Túfa skrifar undir tveggja ára framlengingu á samningi sínum.
Athugasemdir
banner