
Landsliðsmiðvörðurinn Ingibjörg Sigurðardóttir er í liði umferðarinnar í norsku úrvalsdeildinni.
Ingibjörg lék vörn í Vålerenga þegar liðið vann flottan 0-1 útisigur gegn Rosenborg. Vålerenga er í öðru sæti deildarinnar eftir þennan flotta sigur.
Ingibjörg kemst í opinbert lið umferðarinnar og er þar ásamt tveimur liðsfélögum sínum.
Ingibjörg, sem er 25 ára, hefur leikið með Vålerenga frá árinu 2020 en þar áður lék hún með Djurgården í Svíþjóð og Breiðablik og Grindavík hér heima.
Hún hefur byrjað síðustu leiki A-landsliðsins við hlið Glódísar Perlu Viggósdóttur í hjarta varnarinnar.
Hér fyrir neðan má sjá hvernig lið umferðarinnar lítur út í Noregi.
Athugasemdir