Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
   sun 19. janúar 2020 14:40
Ívan Guðjón Baldursson
Klopp býst við að Man Utd komist í Meistaradeildina
Mynd: Getty Images
Liverpool tekur á móti Manchester United í stórleik helgarinnar sem hefst klukkan 16:30 og er hægt að fylgjast með á sportstöð Símans.

Jürgen Klopp hélt fréttamannafund fyrir leikinn og sagðist búast við því að sjá Rauðu djöflana í Meistaradeildinni á næstu leiktíð.

„Við unnum þá á Anfield á síðustu leiktíð og það verður erfitt að endurtaka það. United er með virkilega gott fótboltalið. Leikmenn liðsins búa yfir miklum hæfileikum og reynslu. Ég býst við að þeir komist í Meistaradeildina," sagði Klopp.

„Í gamla daga var þessi viðureign sérstök því leikmenn flugu á hvorn annan og spörkuðu í hvorn annan utan vallar. Það er ekki raunin í dag, við ætlum ekki að haga okkur eins og afar okkar. Við viljum bara vinna þennan leik, ekkert annað."

Man Utd er eina liðið sem hefur tekist að hirða stig af Liverpool á úrvalsdeildartímabilinu. Liðin gerðu 1-1 jafntefli á Old Trafford og furðaði Klopp sig á spilamennsku Rauðu djöflanna í leiknum, en þeir lágu aftarlega og beittu skyndisóknum.

„Okkur tókst ekki að spila eins og við vildum í Manchester. Það var skrýtið að sjá svona hágæðalið spila á þennan hátt."
Athugasemdir
banner
banner
banner