Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   sun 19. janúar 2020 09:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kubat leitar að félagi hér á landi: Fótbolti er líf mitt
Kubat kom fyrst hingað til lands 2015. Hann lék þá með Víkingi Ólafsvík og hjálpaði liðinu að komast upp úr Inkasso-deildinni.
Kubat kom fyrst hingað til lands 2015. Hann lék þá með Víkingi Ólafsvík og hjálpaði liðinu að komast upp úr Inkasso-deildinni.
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
Varnarmaðurinn Admir Kubat vill ólmur spila fótbolta hér á landi næsta sumar. Síðasta sumar lék hann með Reyni Sandgerði í 3. deildinni, en þar áður var hann á mála hjá Víkingi Ólafsvík, Þrótti Vogum og Þór Akureyri.

Kubat, sem er þrítugur og frá Bosníu, hjálpaði Víkingi Ólafsvík að vinna það sem þá hét Inkasso-deildin árið 2015. Hann var eftir það tímabil valinn besti leikmaður liðsins.

Hann segist hafa verið að æfa síðustu vikur til þess að vera tilbúinn fyrir þær áskoranir sem framundan eru. Hann vonast til þess að þær áskoranir verði á Íslandi.

„Íslenskur fótbolti er að þróast að öllu leyti og það er það sem laðar mig að honum. Ég elska að spila á Íslandi, og fjölskylda mín elskar að búa á Íslandi. Ég myndi vilja finna vinnu með fótboltanum," segir Kubat.

„Ísland er friðsælt, öruggt og hugulsamt land. Ég vil að framtíð mín sé á Íslandi."

„Ég hef verið atvinnumaður í 12-13 ár og ég get boðið upp á mikil gæði og mikla reynslu, sérstaklega ef liðið er ungt. Ég gef alltaf 100% í hvern einasta leik og hverja einustu æfingu. Á hverju ári vil ég ná í góð úrslit og vinna titla."

„Ég get enn spilað á háu gæðastigi og það skiptir ekki máli í hvaða deild það er. Fótbolti er líf mitt og þannig er hugsunarháttur minn. Á hverjum degi reyni ég að bæta mig."

„Nýtt tímabil byrjar í maí og í hreinskilni sagt, þá get ég ekki beðið eftir því að komast í félag, til þess að vinna nýja sigra og titla," segir Admir Kubat.
Athugasemdir
banner
banner
banner