Man Utd mætir Brentford í kvöld
Ralf Rangnick, stjóri Manchester United, hefur staðfest að Manchester United hafi skipt yfir í 4-3-3 leikkerfi í þeirri von bæta gengi liðsins.
Síðan Rangnick tók við hefur Rangnick að mestu notað 4-2-2-2 leikkerfi en það kerfi er nú komið á hilluna.
Síðan Rangnick tók við hefur Rangnick að mestu notað 4-2-2-2 leikkerfi en það kerfi er nú komið á hilluna.
„Við höfum ákveðið að spila áfram 4-3-3 eins og við gerðum gegn Aston Villa, með eina sextu, tvær áttur og þrjá sóknarleikmenn," segir Rangnick.
Gegn Villa voru Fred, Bruno Fernandes og Nemanja Matic á miðjunni. Í kvöld er United að fara að leika gegn Brentford og líklegt að Scott McTominay, sem snýr eftir leikbann, komi inn fyrir Matic.
Líklegt byrjunarlið Manchester United gegn Brentford: De Gea; Dalot, Maguire, Varane, Shaw; Fred, McTominay, Fernandes; Greenwood, Cavani, Elanga.
Vinstri bakvörðurinn Luke Shaw snýr aftur úr eins leiks banni og kemur væntanlega inn í byrjunarliðið fyrir Alex Telles. Þá gæti Harry Maguire snúið aftur í byrjunarliðið í stað Victor Lindelöf en hann var ónotaður varamaður á Villa Park þar sem hann var að jafna sig á meiðslum.
Maguire verður þá við hlið Raphael Varane sem fékk gagnrýni fyrir að hafa ekki gert betur þegar Philippe Coutinho jafnaði um síðustu helgi.
Aaron Wan-Bissaka mun missa af leiknum í kvöld vegna sömu veikinda og héldu honum frá leiknum gegn Villa, Diogo Dalot mun því væntanlega spila.
Í sóknarlínunni er Cristiano Ronaldo fjarri góðu gamni og ferðaðist ekki með til London samkvæmt frétt Daily Mail. Hinn ungi Anthony Elanga gæti því haldið sæti sínu í byrjunarliðinu. Mason Greenwood verður líklega áfram í liðinu og Edinson Cavani fremstur.
Leikur Brentford og Manchester United hefst klukkan 20:00 í kvöld og verður að sjálfsögðu í beinni á Síminn Sport.
Stöðutaflan
England
Premier league - karlar
| L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
| 1 | Arsenal | 20 | 15 | 3 | 2 | 40 | 14 | +26 | 48 |
| 2 | Man City | 20 | 13 | 3 | 4 | 44 | 18 | +26 | 42 |
| 3 | Aston Villa | 20 | 13 | 3 | 4 | 33 | 24 | +9 | 42 |
| 4 | Liverpool | 20 | 10 | 4 | 6 | 32 | 28 | +4 | 34 |
| 5 | Chelsea | 20 | 8 | 7 | 5 | 33 | 22 | +11 | 31 |
| 6 | Man Utd | 20 | 8 | 7 | 5 | 34 | 30 | +4 | 31 |
| 7 | Brentford | 20 | 9 | 3 | 8 | 32 | 28 | +4 | 30 |
| 8 | Sunderland | 20 | 7 | 9 | 4 | 21 | 19 | +2 | 30 |
| 9 | Newcastle | 20 | 8 | 5 | 7 | 28 | 24 | +4 | 29 |
| 10 | Brighton | 20 | 7 | 7 | 6 | 30 | 27 | +3 | 28 |
| 11 | Fulham | 20 | 8 | 4 | 8 | 28 | 29 | -1 | 28 |
| 12 | Everton | 20 | 8 | 4 | 8 | 22 | 24 | -2 | 28 |
| 13 | Tottenham | 20 | 7 | 6 | 7 | 28 | 24 | +4 | 27 |
| 14 | Crystal Palace | 20 | 7 | 6 | 7 | 22 | 23 | -1 | 27 |
| 15 | Bournemouth | 20 | 5 | 8 | 7 | 31 | 38 | -7 | 23 |
| 16 | Leeds | 20 | 5 | 7 | 8 | 26 | 33 | -7 | 22 |
| 17 | Nott. Forest | 20 | 5 | 3 | 12 | 19 | 33 | -14 | 18 |
| 18 | West Ham | 20 | 3 | 5 | 12 | 21 | 41 | -20 | 14 |
| 19 | Burnley | 20 | 3 | 3 | 14 | 20 | 39 | -19 | 12 |
| 20 | Wolves | 20 | 1 | 3 | 16 | 14 | 40 | -26 | 6 |
Athugasemdir




