Kamerúnski markvörðurinn André Onana átti algera hauskúpuframmistöðu í 3-1 tapi Manchester Untied gegn Brighton á Old Trafford í dag.
Manchester Evening News var ekkert að spara orðin um Onana. Hann var gagnrýndur í öllum þremur mörkunum. Úlniðurinn var ekki nógu sterkur í fyrsta markinu, slakur í marki Joao Pedro sem var dæmt af, fastur á línunni í marki Mitoma og gerði síðan skelfileg mistök í þriðja markinu er hann missti fyrirgjöf út á Georginio Rutter sem nýtti sér mistök markvarðarins.
Þar fær hann 2 í einkunn en Sky Sports var aðeins gjafmildara og gaf honum 4. Hann og Noussair Mazraoui voru slakastir í liðinu, en Amad Diallo var bestur með 7.
Yankuba Minteh, leikmaður Brighton, var valinn besti maður leiksins með 8 í einkunn.
Man Utd: Onana (4), Yoro (5), De Ligt (5), Maguire (6), Mazraoui (4), Ugarte (6), Mainoo (5), Dalot (6), Amad (7), Fernandes (6), Zirkzee (6).
Varamenn: Garnacho (6), Collyer (5).
Brighton: Verbruggen (6), Veltman (7), Dunk (7), Van Hecke (7), Estupinan (7), Baleba (8), Ayari (8), Joao Pedro (7), Minteh (8), Welbeck (7), Mitoma (8).
Varamenn: Rutter (7), March (6).
Elliot Anderson var besti maður leiksins í 3-2 sigri Nottingham Forest á Southampton. Hann skoraði fyrsta mark liðsins og fær 9 eins og þeir Morgan Gibbs-White og Chris Wood.
Nottingham Forest: Sels (6), Murillo (7), Williams (7), Anderson (9), Gibbs-White (9), Wood (9), Hudson-Odoi (8), Dominguez (7), Elanga (8), Milenkovic (8); Aina (8).
Varamenn: Jota (6).
Southampton: Ramsdale (4), Sugawara (5), Bree (4), Bednarek (6), Harwood-Bellis (5), Walker-Peters (6), Downes (5), Fernandes (5), Aribo (5), Archer (5); Armstrong (5).
Varamenn: Ugochukwu (6), Sulemana (5), Onuachu (7), Manning (5).
Everton sigraði Tottenham, 3-2, á Goodison Park í fyrsta sigrinum í endurkomu David Moyes.
Liverpool Echo valdi Iliman Ndiaye besta mann leiksins. Football.London hélt á meðan utan um einkunnagjöf Tottenham en þar fékk Radu Draguson falleinkunn eða aðeins 3.
Everton; Pickford (6), O'Brien (7), Tarkowski (8), Branthwaite (7), Lindström (7), Gueye (8), Mangala (7), Doucoure (7), Mykolenko (7), Ndiaye (9), Calvert-Lewin (8).
Tottenham: Kinsky (7), Gray (4), Dragusin (3), Davies (4), Porro (4), Sarr (4), Bergvall (6), Spence (6), Kulusevski (6), Son (4), Maddison (4),
Varamenn: Richarlison (7), Moore (7).
Athugasemdir