Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   mán 19. febrúar 2024 22:30
Ívan Guðjón Baldursson
Áfrýja gulu spjaldi Mikaels: Langhættulegasti leikmaðurinn
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Mikael Neville Anderson var á sínum stað í byrjunarliði AGF þegar liðið gerði markalaust jafntefli á útivelli gegn Vejle í efstu deild danska boltans.

Mikael fékk gult spjald á 66. mínútu fyrir að setja höndina óvart í andlitið á andstæðingi, en myndband af atvikinu sýnir að meinta fórnarlambið var einungis með leikaraskap. Mikael snerti aldrei andlitið á honum.

Með þessu gula spjaldi er Mikael í leikbanni í mikilvægum slag gegn Midtjylland í toppbaráttunni og hefur AGF ákveðið að áfrýja gula spjaldinu til að geta notað Mikael í þeirri viðureign.

Mikael er algjör lykilmaður í liði Árósa en hann er 25 ára gamall og á 24 landsleiki að baki fyrir íslenska landsliðið.

„Mikael var langhættulegasti leikmaðurinn okkar í dag og við þurfum að fjárfesta einhverjum pening til að áfrýja þessari ákvörðun," sagði Uwe Rösler, þjálfari AGF, við Viaplay að leikslokum.

Mikael svaraði einnig spurningum eftir lokaflautið og tjáði sig meðal annars um gula spjaldið sem spænski miðvörðurinn Raul Albentosa fiskaði á hann.

„Þetta er Albentosa í hnotskurn, er það ekki? En svona er fótboltinn, þetta er bara svona. Hann lék þetta vel. Ég gat ekki séð hvort ég hafi óvart slegið hann eða ekki þegar þetta átti sér stað," sagði Mikael.

Atvikið má sjá hér fyrir neðan.


Athugasemdir
banner
banner