Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 19. apríl 2020 17:03
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sara Björk staðfestir ekki neitt - „Besta lið í heiminum"
Sara Björk Gunnarsdóttir.
Sara Björk Gunnarsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sara Björk Gunnarsdóttir, landsliðsfyrirliði, er að sögn franskra fjölmiðla búin að semja við öflugasta félagið í kvennaknattspyrnu; Lyon í Frakklandi.

Sara ræddi við RÚV, en hún segist ekkert geta staðfest í þessum málum.

„Eins og staðan er núna þá ætla ég ekki að staðfesta neitt. Jú, það eru búnir að vera einhverjir orðrómar í fréttum en ekkert sem ég ætla að svara fyrir núna," sagði Sara sem segist jafnframt vera upp með sér að vera orðuð við Lyon.

„Þetta er bara besta liðið í heiminum," sagði þessi frábæri miðjumaður.

Sara er á sínu fjórða ári hjá Wolfsburg, sterkasta félagi Þýskalands, og er það ljóst að hún mun skipta um félag að þessu tímabili loknu, hvenær sem það svo verður. RMC Sport í Frakklandi sagði frá því að Sara yrði fengin til Lyon til að fylla skarð Dzsenifer Marozsan, sem skiptir yfir til Utah Royals ásamt markverðinum Sarah Bouhaddi. Þar munu þær leika með Gunnhildi Yrsu Jónsdóttur.

Sara Björk er 29 ára gömul og á hún að baki 131 A-landsleik fyrir Íslands hönd.

Sjá einnig:
Besta íþróttalið sem fyrirfinnst?
Athugasemdir
banner
banner