Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mán 19. apríl 2021 16:45
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Viðtal
„Langaði að koma klúbbnum aftur á þann stað sem hann á heima"
Lengjudeildin
Fer Fjölnir beint upp aftur?
Fer Fjölnir beint upp aftur?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jóhann á að baki nítján unglingalandsleiki
Jóhann á að baki nítján unglingalandsleiki
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jóhann Árni Gunnarsson, mun spila með Fjölni í Lengjudeildinni í sumar. Jóhann var eftirsóttur í vetur og var talað um að bæði Fylkir og ÍA hefðu sóst eftir því að fá hann en Jóhann var samningsbundinn út komandi tímabil.

Jóhann framlengdi svo samninginn sinn fyrir ekki svo löngu og batt enda á allar vangaveltur með hans framtíð.

Jóhann Árni um síðasta tímabil:
„Mjög erfitt að leggja sig allan fram en tapa svo á trúðamörkum"

Af hverju ákveður þú að framlengja samning þinn við Fjölni? Langaði þig ekki að fara í efstu deild?

„Jú mig langaði að spila í efstu deild en finnst það líka gott fyrir mig að þroskast og bæta mig sem miðjumaður hjá Fjölni," sagði Jóhann Árni.

„Mig langaði að koma klúbbnum aftur á þann stað sem hann á heima og öðlast reynslu á sama tíma í þeirri stöðu sem ég vil spila í framtíðinni."

Ef Fjölnir fer ekki upp, verðuru þá áfram hjá félaginu?

„Ef við förum ekki upp verð ég bara að taka stöðuna en markmiðið er að fara upp með Fjölni."

Hvað þarf Fjölnir að gera til að komast aftur upp í efstu deild?

„Við þurfum fyrst og fremst að fækka trúðamörkum sem við fáum á okkur. Við erum með góðan hóp fyrir þessa deild og ef við náum að loka fyrir markið okkar þá erum við með gæðin til þess að skora mörk og vinna leiki í sumar."

Ertu með það sem markmið að vera í hópnum hans Davíðs Snorra Jónassonar þegar næsta undankeppni U21 landsliða hefst?

„Já klárlega, ég tel að ef ég næ að sýna mínar bestu hliðar í sumar þá á ég séns á því að vera í hópnum."

Hefuru ekki áhyggjur af því að vera ekki í myndinni í U21 þar sem þú spilar í næstefstu deild?

„Jú, en ég horfi á það þannig og veit að Davíð Snorri er sammála að ef leikmaðurinn er nógu góður þá er hann valinn í hópinn. Það er því undir mér komið að æfa og spila á U21 'leveli' þó svo að ég spili í Lengjudeildinni," sagði Jóhann.

Jóhann Árni um síðasta tímabil:
„Mjög erfitt að leggja sig allan fram en tapa svo á trúðamörkum"
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner