Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 19. maí 2019 13:56
Ívan Guðjón Baldursson
Danmörk: Roskilde bjargaði sér - Viborg getur unnið titilinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ingvar Jónsson og Frederik Schram voru á sínum stað á milli stanganna hjá Viborg og Roskilde í dönsku B-deildinni í dag.

Ingvar hélt hreinu í mikilvægum 0-1 sigri Viborg. Jeff Mensah gerði eina mark leiksins á 55. mínútu og er Viborg í öðru sæti deildarinnar fyrir lokaumferðina.

Viborg er einu stigi á eftir toppliði Silkeborg. Toppsætið skiptir gífurlegu máli þar sem aðeins eitt lið fer beint upp úr deildinni. Annað og þriðja sæti fara í umspil.

Frederik fékk tvö á sig er Roskilde tryggði sæti sitt í B-deildinni eftir mikla fallbaráttu allt tímabilið. Emil Nielsen var hetja Roskilde og setti þrennu í 3-2 sigri.

Hvidovre 0 - 1 Viborg
0-1 Jeff Mensah ('55)

Roskilde 3 - 2 Fredericia
1-0 Emil Nielsen ('33, víti)
2-0 Emil Nielsen ('51)
3-0 Emil Nielsen ('53)
3-1 D. Hoegh ('57, víti)
3-2 A. Holvad ('67)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner