Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 19. maí 2019 22:36
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mbappe ýjar að því að hann gæti verið á förum frá París
Kylian Mbappe.
Kylian Mbappe.
Mynd: Getty Images
Hinn 20 ára gamli Kylian Mbappe var valinn besti leikmaðurinn í frönsku fótbolta í kvöld. Hann var bæði verðlaunaður fyrir að vera besti leikmaðurinn og besti ungi leikmaðurinn.

Mbappe var að klára sitt annað tímabil hjá Paris Saint-Germain. Hann skoraði 32 mörk í 28 deildarleikjum og alls 38 mörk í 42 leikjum í öllum keppnum.

Eftir að hann tók á móti verðlaununum lét hann athyglisverð ummæli falla.

„Þetta er mikilvægt augnablik fyrir, þetta er vendipunktur á ferli mínum. Mér líður eins og ég þurfi að taka að mér meiri ábyrgð. Kannski er það hjá PSG, það væri gaman. En kannski þarf ég að gera það annars staðar, fá nýtt verkefni," sagði Mbappe.

Verður þessi frábæri leikmaður á faraldsfæti í sumar?



Athugasemdir
banner
banner