Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   mið 19. maí 2021 21:53
Ívan Guðjón Baldursson
Pepsi Max-deild kvenna: Selfoss áfram með fullt hús
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Selfoss er áfram á toppi Pepsi Max-deildar kvenna eftir magnaðan leik gegn Þrótti í Laugardalnum.

Anna María Friðgeirsdóttir kom Selfossi yfir eftir misheppnaða hreinsun frá marki Þróttara í kjölfar hornspyrnu.

Bæði lið fengu góð færi til að skora áður en Caity Heap tvöfaldaði forystu Selfyssinga beint úr aukaspyrnu. Einni mínútu síðar minnkaði Ólöf Sigríður Kristinsdóttir þó muninn eftir góða sendingu í gegn.

Skömmu seinna jafnaði Linda Líf Boama svo leikinn eftir frábæra stoðsendingu frá Andreu Rut Bjarnadóttur. Þrjú mörk á þremur mínútum og staðan 2-2 í leikhlé.

Markaveislan hélt áfram í upphafi síðari hálfleiks. Brenna Lovera skoraði tvennu á fyrstu sex mínútunum og var áfram gríðarlegt fjör í leiknum.

Bæði lið fengu dauðafæri í ótrúlega opnum leik og minnkaði Ólöf Sigríður muninn niður í eitt mark í uppbótartíma en það dugði ekki til. Skot Katie Cousins fór framhjá og lokatölur 3-4.

Selfoss er með fullt hús stiga eftir fjórar umferðir. Þróttur er með þrjú stig eftir þrjú jafntefli og eitt tap.

Þróttur R. 3 - 4 Selfoss
0-1 Anna María Friðgeirsdóttir ('11)
0-2 Caity Heap ('41)
1-2 Ólöf Sigríður Kristinsdóttir ('42)
2-2 Linda Líf Boama ('44)
2-3 Brenna Lovera ('48)
2-4 Brenna Lovera ('51)
3-4 Ólöf Sigríður Kristinsdóttir ('90)

Fylkir og Keflavík gerðu þá jafntefli í Árbænum. Fylkir var betra liðið í fyrri hálfleik en Dröfn Einarsdóttir skoraði gegn gangi leiksins eftir góðan undirbúning frá Aerial Chavarin.

Keflavík var næstum búið að tvöfalda forystuna í upphafi síðari hálfleiks en nokkru síðar fengu Fylkiskonur nokkuð ódýra vítaspyrnu.

Bryndís Arna Níelsdóttir lét verja frá sér en Valgerður Ósk Valsdóttir var fyrst til knattarins og fylgdi eftir með marki.

Hvorugu liði tókst að skora þrátt fyrir góð færi á síðasta hálftímanum. Tiffany Sornpao átti góðan leik á milli stanga Keflvíkinga.

Fylkir 1 - 1 Keflavík
0-1 Dröfn Einarsdóttir ('31)
0-1 Bryndís Arna Níelsdóttir ('59, misnotað víti)
1-1 Valgerður Ósk Valsdóttir ('60)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner