Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 19. maí 2022 20:31
Brynjar Ingi Erluson
Mbappe mun tilkynna ákvörðun sína klukkan níu á sunnudag
Kylian Mbappe
Kylian Mbappe
Mynd: Getty Images
Franski sóknarmaðurinn Kylian Mbappe mun tilkynna ákvörðun um framtíð sína á sunnudag en þetta segir spænski blaðamaðurinn Santi Aouna. L'Equipe tekur undir og verður ákvörðun tilkynnt í gegnum franska miðilinn Telefoot.

Mbappe mun velja á milli Paris Saint-Germain og Real Madrid en samningur hans við franska félagið gildir út þessa leiktíð.

Madrídingar hafa boðið honum 25 milljónir evra í árslaun og þar að auki fær hann 100 milljónir evra í undirskriftarbónus. Mbappe mun þá halda 60 prósent af ímyndarrétti sínum.

PSG hækkaði tilboð sitt verulega í gær. Félagið er tilbúið að bjóða honum himinhá laun en ofan á það fær hann að velja hver þjálfar liðið og hvaða leikmenn koma og fara.

Edu Aguirre á El Chiringuito greindi frá þessu í gær og í fyrstu var smá tónn af veruleikafirringu í þessum fréttum en franski blaðamaðurinn, Romain Molina, staðfesti þessar fregnir Aguirre eða eins og hann orðaði það: „Í eitt af þeim fáu skiptum sem hann hefur ekki rangt fyrir sér."

Mbappe mun tilkynna ákvörðun sína á franska miðlinum Telefoot og verður það klukkan 9 um morguninn á sunnudag.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner