
Aron Jóhannsson var aðeins með einn réttan þegar hann spáði í síðustu umferð Lengjudeildarinnar. Handboltamaðurinn Þráinn Orri Jónsson stefnir á að gera betur.
Þráinn Orri er línumaður Hauka sem mætir ÍBV í fyrsta leik í úrslitaeinvígi Olís-deildarinnar á morgun.
Svona spáir Þráinn leikjunum:
Þráinn Orri er línumaður Hauka sem mætir ÍBV í fyrsta leik í úrslitaeinvígi Olís-deildarinnar á morgun.
Svona spáir Þráinn leikjunum:
Þór 3 - 0 Leiknir R. (15:00 á morgun)
Þorpararnir eru að spila á iðagrænum velli og munu blasta nýja stuðningsmannalaginu frá KÁ-AKÁ, þannig þetta er auto 3-0 sigur hjá Þórsurum.
Selfoss 0 - 2 Fjölnir (14:00 á sunnudag)
Fannar Karvel er að standa sig vel fyrir austan fjall en ég held að frændur mínir úr Rima verði með þá í köðlunum. Gumbó Selur og Júlli Mar verða þarna á eldi og skora sitthvort markið.
Grótta 3 - 1 Vestri (14:00 á sunnudag)
Mínir menn í Gróttu eiga eftir að vinna þennan leik, það verður sambabolti alla leikinn og Pétur T skorar sitt fyrsta mark í sumar.
Þróttur R. 1 - 1 Ægir (19:15 á sunnudag)
Undirritaður segir að þessi leikur verði steindauður og lítið að frétta. Mörkin koma seint í seinni.
Grindavík 3 - 1 Njarðvík (19:15 á sunnudag)
Baráttan um Bláa Lónið verður alvöru leikur. Grindavík hefur farið með himinskautum undanfarið og munu halda uppteknum hætti í þessum leik. Óskar trítlar um völlinn og skorar tvö.
ÍA 2 - 0 Afturelding (19:15 á mánudag)
Skagamenn hafa ekki staðið sem skildi enda mikil pressa úr stúkunni. Stórlaxinn Ingimar Elí er erlendis og minnkar því pressan á Skagamönnum til muna. Þetta verður þægilegur sigur og það mun því rofa aðeins til. Spurning hvort Skagamenn biðji ekki Ingimar um að halda sig frá vellinum í sumar.
Fyrri spámenn:
Birnir Snær Ingason (2 réttir)
Aron Jóhannsson (1 réttur)
Lengjudeild karla
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. ÍA | 22 | 15 | 4 | 3 | 54 - 31 | +23 | 49 |
2. Afturelding | 22 | 13 | 4 | 5 | 60 - 33 | +27 | 43 |
3. Fjölnir | 22 | 12 | 6 | 4 | 55 - 32 | +23 | 42 |
4. Vestri | 22 | 11 | 6 | 5 | 37 - 26 | +11 | 39 |
5. Leiknir R. | 22 | 11 | 2 | 9 | 47 - 37 | +10 | 35 |
6. Grindavík | 22 | 8 | 4 | 10 | 27 - 38 | -11 | 28 |
7. Þór | 22 | 8 | 3 | 11 | 27 - 39 | -12 | 27 |
8. Þróttur R. | 22 | 7 | 5 | 10 | 45 - 46 | -1 | 26 |
9. Grótta | 22 | 6 | 8 | 8 | 34 - 37 | -3 | 26 |
10. Njarðvík | 22 | 6 | 5 | 11 | 36 - 47 | -11 | 23 |
11. Selfoss | 22 | 7 | 2 | 13 | 37 - 49 | -12 | 23 |
12. Ægir | 22 | 2 | 3 | 17 | 23 - 67 | -44 | 9 |
Athugasemdir