Toney og David á blaði Man Utd - Bayern vill varnarmann Liverpool - Chelsea endurvekur áhuga á Duran - Luiz nálgast Juventus
   sun 19. maí 2024 14:56
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Klopp: Þetta er síðasti dansinn svo við skulum dansa
Mynd: EPA

Jurgen Klopp stjóri Liverpool stýrir liðinu í síðasata sinn í dag þegar liðið mætir Wolves á Anfield í lokaumferð úrvalsdeildarinnar.


Liðið mun enda í þriðja sæti deildarinnar en tímabilið hefur verið hálfgerð vonbrigði þar sem liðið ætlaði sér að berjast um alla titla.

Klopp vonast til að liðið bjóði upp á sýningu í dag.

„Ég vona aðvið getum sýnt góða frammistöðu. Ég bað strákana afsökunnar að þetta snérist allt um mig. Ég hef sagt þeim það undanfarin ár að við bjuggum til stíl og það væri geggjað ef við gætum sýnt það í dag," sagði Klopp.

„Fólk segir að þetta sé 'síðasti dansinn (e. Last Dance) eða eitthvað, svo við skulum dansa."


Athugasemdir
banner