mán 19. júlí 2021 19:25
Brynjar Ingi Erluson
Mina um viðbrögð Messi: Þetta getur gerst í fótbolta
Emilano Martinez varði frá Yerry Mina
Emilano Martinez varði frá Yerry Mina
Mynd: EPA
Kólumbíski varnarmaðurinn Yerry Mina vildi ekki gera mikið úr viðbrögðum Lionel Messi við vítaspyrnu hans í undanúrslitum Copa America á dögunum.

Mina, sem er á mála hjá Everton, skoraði í vítaspyrnukeppni gegn Úrúgvæ í 8-liða úrslitum og fagnaði því á eftirminnilegan hátt. Það rataði á samfélagsmiðla og voru margir undrandi á því að hann hafi fagnað í miðri vítaspyrnukeppni.

Kólumbía komst áfram í undanúrslit þar sem liðið mætti Argentínu en sá leikur fór einnig í vítaspyrnukeppni.

Emilano Martinez, markvörður Argentínu, tók Mina á taugum fyrir vítið sem hann tók og varði svo meistaralega frá honum. Messi, sem var ásamt liðsfélögum sínu, öskraði á Mina og gerði grín að honum fyrir dansinn sem hann framkvæmdi gegn Úrúgvæ en Mina var þó ekki sár og svekktur yfir viðbrögðunum.

„Það sem gerðist með Leo er eitthvað sem getur gerst. Svona er fótboltinn. Lífið er kaflaskipt og það eru alltaf tækifæri til að ná fram hefndum en ég er rólegur yfir þessu því Leo er frábær manneskja," sagði Mina.

„Ég hitti hann þegar ég var hjá Barcelona og þakkaði honum þá fyrir stuðninginn sem hann gaf mér. Ég mun alltaf virða hann."

„Ég dáist að honum og fyrir það sem hann stendr. Við vorum báðir að verja okkar landslið. Ég myndi deyja fyrir Kólumbía en við skildum þetta eftir á vellinum. Það er ekkert meira um það að segja,"
sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner