Chelsea opnar viðræður við Milan - Saliba í samningaviðræðum - Bellingham til Dortmund?
   fös 19. júlí 2024 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Kasper Schmeichel til Celtic (Staðfest)
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Danski landsliðsmarkvörðurinn Kasper Schmeichel er mættur til skoska meistaraliðsins Celtic en hann kemur frá Anderlecht í Belgíu.

Schmeichel er 37 ára gamall og spilaði lengst af með Leicester á ferli sínum.

Hann var í markinu er liðið varð Englandsmeistari árið 2016 en hann yfirgaf félagið árið 2022 og samdi við Nice.

Á síðustu leiktíð spilaði hann með Anderlecht í Belgíu en ákvað að leita aftur til Bretlandseyja.

Skosku meistararnir í Celtic greindu frá því í gær að Schmeichel væri mættur til félagsins, en hann tekur við markvarðarstöðunni af Joe Hart sem lagði hanskana á hilluna eftir síðustu leiktíð.

Schmeichel gerði eins árs samning við Celtic og hittir þar fyrrum stjóra sinn, Brendan Rodgers, sem þjálfaði hann hjá Leicester frá 2019 til 2022.


Athugasemdir
banner