Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mán 19. ágúst 2019 22:30
Arnar Helgi Magnússon
Lætur Kompany heyra það - „Heldur að hann sé Guð"
Mynd: Getty Images
Stjóraferill Vincent Kompany fer ekkert sérstaklega vel af stað en lið hans, Anderlecht, er án sigurs eftir fjóra leiki í belgísku úrvalsdeildinni.

Liðið hefur gert tvö jafntefli og tapað tveimur leikjum. Marc Degryse, fyrrum leikmaður Anderlecht, er ekki sáttur með Kompany sem stjóra.

„Kompany er mannlegur fyrir utan það að vera stórkostlegur knattspyrnumaður, hann heldur hinsvegar að hann sé Guð," segir Degryse.

„Í landsleikjahléinu sem að framundan er er Kompany að fara að spila með landsliðinu áður en hann spilar kveðjuleik fyrir Manchester City. Vaninn er að liðið æfi vel á meðan landsleikjahlé eru."

„Sumum líður vel þegar þeir eru uppteknir en Kompany þarf að fara að pæla í þessum hlutum," segir Degryse að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner