Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mán 19. ágúst 2019 11:00
Magnús Már Einarsson
Tammy Abraham: Ég hlusta ekki á kjaftæði
Mynd: Getty Images
Tammy Abraham, framherji Chelsea, segist staðráðinn í að svara fyrir sig inni á vellinum eftir að hafa orðið fyrir kynþáttafordómum eftir leikinn gegn Liverpool í Ofurbikarnum í síðustu viku.

Abraham var eini leikmaðurinn sem klikkaði á vítaspyrnu í vítaspyrnukeppni í leiknum. Eftir leik fékk hann ljót skilaboð á Twitter og þar á meðal varð hann fyrir kynþáttafordómum.

„Ég var að fá ljót skilaboð en ég er jákvæður náungi," sagði Abraham.

„Ég hlusta ekki á kjaftæði og á fólk sem reynir að rífa þig niður. Ég reyni bara að einbeita mér að mér sjálfum og halda áfram."

„Þú vilt þagga niður í þeim sem eru með þetta hatur. Þú vilt gera þitt besta á vellinum og láta fótboltann tala."

Athugasemdir
banner
banner
banner