Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 19. ágúst 2020 18:42
Victor Pálsson
Blikastúlkur settu magnað met í kvöld - Enn ekki fengið á sig mark
Sonný Lára Þráinsdóttir.
Sonný Lára Þráinsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kvennalið Breiðabliks setti nýtt met í úrvalsdeild kvenna í kvöld eftir 23 mínútur í leik gegn Þór/KA á Kópavogsvelli.

Þegar þetta er skrifað er staðan 2-0 fyrir Blikum en Kristín Dís Árnadóttir og Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir hafa skorað mörk heimaliðsins.

Blikar hafa verið óstöðvandi í deildinni í sumar og eru á toppnum án taps þegar átta umferðir eru búnar.

Markatala Breiðabliks var 35:0 fyrir leik kvöldsins en engu liði hefur tekist að skora á þær grænklæddu í mótinu til þessa.

Breiðablik er búið að bæta met KR síðan 1997 en liðið hélt þá hreinu átta umferðir í röð og spiluðu markverðir liðsins 742 mínútur án þess að fá á sig mark. Ekkert lið hefur nú haldið hreinu eins langt inn í mótið og Blikar. Það var Vísir sem vakti athygli á þessu.

Sonný Lára Þráinsdóttir hefur staðið í marki Breiðabliks í öllum leikjunum og haldið hreinu sem er magnaður árangur.

Hér má nálgast beina textalýsingu úr leiknum
Athugasemdir
banner
banner
banner