Bayern hefur gert tilboð í Díaz - Liverpool vill Ekitike
   fös 19. ágúst 2022 21:20
Ívan Guðjón Baldursson
Ajax að missa leikmenn til Everton og Torino
Mohammed Kudus í leik með Ajax.
Mohammed Kudus í leik með Ajax.
Mynd: EPA

Ajax er að missa tvo leikmenn úr leikmannahópi sínum. Everton er að fá Mohammed Kudus lánaðan á meðan Torino er að kaupa Perr Schuurs.


Kudus er 22 ára sóknartengiliður sem er yfir í baráttu við Kristian Nökkva Hlynsson um sæti í leikmannahópi Ajax. Kudus hefur skorað 5 mörk í 16 landsleikjum með Gana og á 45 leiki að baki með meistaraflokki hjá Ajax.

Everton sárvantar að bæta við leikmannahópinn sinn og verður spennandi að fylgjast með Kudus sem kemur á eins árs lánssamningi.

Torino borgar um 13 milljónir evra fyrir Schuurs og fær Ajax 10% af upphæðinni ef leikmaðurinn verður seldur aftur frá ítalska félaginu.

Schuurs er 22 ára miðvörður sem spilaði 71 leik á síðustu tveimur tímabilum með Ajax. 


Athugasemdir
banner
banner