Bayern hefur gert tilboð í Díaz - Liverpool vill Ekitike
   fös 19. ágúst 2022 17:09
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hollendingar slóra í þjálfararáðningu - „Ekki draumastaðan"
Icelandair
Mark Parsons.
Mark Parsons.
Mynd: EPA
Hollenska fótboltasambandið er ekki enn búið að gefa neitt út varðandi ráðningu á nýjum landsliðsþjálfara.

Enska þjálfaranum Mark Parsons var vikið úr starfi eftir slakan árangur á EM í sumar. Holland fór inn á EM sem ríkjandi meistari en liðið virkaði ekki sannfærandi og endaði á því að detta út í átta-liða úrslitum gegn Frakklandi.

Holland verður því með nýjan þjálfara gegn Íslandi í næsta mánuði. Það er í raun hreinn úrslitaleikur um sæti á HM, en Íslandi mun líklega duga jafntefli í þeim leik til að vinna riðilinn.

Er þetta að trufla í undirbúningnum fyrir leikinn?

„Þetta er ekki draumastaðan. Ég hefði viljað að hann héldi áfram. Þær spila reyndar leik við Skotland - æfingaleik - á föstudeginum. Við sjáum hvað þær eru að fara að gera í þeim leik. Við horfum í það, hversu margar breytingar nýr þjálfari er að fara að gera," sagði Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari, á fréttamannafundi í dag. Hann grínaðist í kjölfarið með að það væri draumurinn að Hollendingar væru bara þjálfaralausir í þessum leik sem er framundan.

Leikirnir sem eru framundan:
2. september gegn Hvíta-Rússlandi (Laugardalsvöllur)
6. september gegn Hollandi (Stadion Galgenwaard)
Athugasemdir
banner