Arsenal líklegt til að fá Eze - Arsenal hefur enn ekki náð samkomulagi um Gyökeres - Napoli vill Nunez
   fös 19. ágúst 2022 12:00
Elvar Geir Magnússon
Howe: Bruno verður alls ekki seldur
Fram kom í slúðurpakkanum að spænska stórliðið Real Madrid hefði áhuga Bruno Guimaraes, miðjumanni Newcastle.

Eddie Howe, stjóri Newcastle, var spurður að því í morgun hvort Bruno gæti verið seldur áður en glugganum verður lokað?

„Alls ekki. Við erum að reyna að byggja upp hóp til að gera félagið farsælt á næstu árum. Við viljum bæta hópinn, ekki láta okkar bestu leikmenn frá okkur. Hann hefur verið ótrúlegur," segir Howe.

Bruno Guimaraes er 24 ára miðjumaður sem keyptur var frá Lyon í janúarglugganum.

Newcastle fær Manchester City í heimsókn á sunnudaginn. Ryan Fraser er tæpur fyrir leikinn en Howe vonast til að hann verði leikfær. Matt Targett er einnig tæpur.
Athugasemdir
banner
banner