Barcelona vill fá Kane - Wharton efstur á lista Chelsea - Endrick lánaður til Lyon
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
Andri Lucas: Við erum að verða mjög gott lið
   fös 19. ágúst 2022 23:53
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ómar Ingi: Þetta varð einhvern veginn að þremur færum
Ómar Ingi Guðmundsson, þjálfari HK.
Ómar Ingi Guðmundsson, þjálfari HK.
Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
HK-ingar töpuðu naumlega fyrir nágrönnum sínum.
HK-ingar töpuðu naumlega fyrir nágrönnum sínum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er fullt jákvætt í okkar frammistöðu og fullt af punktum sem við getum tekið með okkur inn í deildina," sagði Ómar Ingi Guðmundsson, þjálfari HK, eftir 0-1 tap gegn Breiðabliki í Mjólkurbikarnum í kvöld.

Lestu um leikinn: HK 0 -  1 Breiðablik

Þetta var svekkjandi tap fyrir HK í nágrannaslag en leikmenn liðsins geta verið mjög stoltir af sinni frammistöðu í kvöld.

„Ég er stoltur af flestöllu sem við lögðum í leikinn en fyrstu viðbrögð við tapi eru yfirleitt ekki sérstök."

„Ég er mjög stoltur af mínum mönnum og frammistöðu liðsins. Við þurfum að þjappa okkur saman og halda áfram í deildinni," segir Ómar.

HK fékk dauðafæri til að taka forystuna undir lok fyrri hálfleiks. Það hefði verið áhugavert að sjá hvernig leikurinn hefði spilast ef þeir hefðu nýtt það færi.

„Þetta varð einhvern veginn að þremur færum; í slá, þeir blokka skot og svo rétt fram hjá. Það var vissulega mjög svekkjandi en svona var þetta í kvöld."

Stemningin í Kórnum var frábær og andrúmsloftið rafmagnað. Þetta var fyrsti Kópavogsslagur Ómars sem þjálfara.

„Við viljum gera vel á móti Breiðabliki, sama hvort það er hér eða í yngri flokkunum. Það breytist ekkert. Ætli ég hafi ekki þjálfað helminginn af liðinu í dag í yngri flokkunum á móti Breiðabliki. Hugarfarið er alltaf það sama, við viljum vinna þegar við mætum þeim. Við seljum okkur dýrt og það sást í kvöld. Vonandi er þetta eitthvað sem við tökum með okkur. Ég vona að við höfum gert okkar fólk stolt," sagði Ómar.

Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner
banner