Man City að undirbúa tilboð í Guehi - Man Utd hyggst ekki fá Rashford aftur - Gomez áfram hjá Liverpool
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
banner
   fös 19. ágúst 2022 23:53
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ómar Ingi: Þetta varð einhvern veginn að þremur færum
Ómar Ingi Guðmundsson, þjálfari HK.
Ómar Ingi Guðmundsson, þjálfari HK.
Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
HK-ingar töpuðu naumlega fyrir nágrönnum sínum.
HK-ingar töpuðu naumlega fyrir nágrönnum sínum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er fullt jákvætt í okkar frammistöðu og fullt af punktum sem við getum tekið með okkur inn í deildina," sagði Ómar Ingi Guðmundsson, þjálfari HK, eftir 0-1 tap gegn Breiðabliki í Mjólkurbikarnum í kvöld.

Lestu um leikinn: HK 0 -  1 Breiðablik

Þetta var svekkjandi tap fyrir HK í nágrannaslag en leikmenn liðsins geta verið mjög stoltir af sinni frammistöðu í kvöld.

„Ég er stoltur af flestöllu sem við lögðum í leikinn en fyrstu viðbrögð við tapi eru yfirleitt ekki sérstök."

„Ég er mjög stoltur af mínum mönnum og frammistöðu liðsins. Við þurfum að þjappa okkur saman og halda áfram í deildinni," segir Ómar.

HK fékk dauðafæri til að taka forystuna undir lok fyrri hálfleiks. Það hefði verið áhugavert að sjá hvernig leikurinn hefði spilast ef þeir hefðu nýtt það færi.

„Þetta varð einhvern veginn að þremur færum; í slá, þeir blokka skot og svo rétt fram hjá. Það var vissulega mjög svekkjandi en svona var þetta í kvöld."

Stemningin í Kórnum var frábær og andrúmsloftið rafmagnað. Þetta var fyrsti Kópavogsslagur Ómars sem þjálfara.

„Við viljum gera vel á móti Breiðabliki, sama hvort það er hér eða í yngri flokkunum. Það breytist ekkert. Ætli ég hafi ekki þjálfað helminginn af liðinu í dag í yngri flokkunum á móti Breiðabliki. Hugarfarið er alltaf það sama, við viljum vinna þegar við mætum þeim. Við seljum okkur dýrt og það sást í kvöld. Vonandi er þetta eitthvað sem við tökum með okkur. Ég vona að við höfum gert okkar fólk stolt," sagði Ómar.

Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér fyrir ofan.
Athugasemdir