Man Utd hefur engan áhuga á Ramos - Tottenham reynir að selja Bissouma - Bayern ætlar að ræða við Guehi
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
banner
   fös 19. ágúst 2022 23:53
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ómar Ingi: Þetta varð einhvern veginn að þremur færum
Ómar Ingi Guðmundsson, þjálfari HK.
Ómar Ingi Guðmundsson, þjálfari HK.
Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
HK-ingar töpuðu naumlega fyrir nágrönnum sínum.
HK-ingar töpuðu naumlega fyrir nágrönnum sínum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er fullt jákvætt í okkar frammistöðu og fullt af punktum sem við getum tekið með okkur inn í deildina," sagði Ómar Ingi Guðmundsson, þjálfari HK, eftir 0-1 tap gegn Breiðabliki í Mjólkurbikarnum í kvöld.

Lestu um leikinn: HK 0 -  1 Breiðablik

Þetta var svekkjandi tap fyrir HK í nágrannaslag en leikmenn liðsins geta verið mjög stoltir af sinni frammistöðu í kvöld.

„Ég er stoltur af flestöllu sem við lögðum í leikinn en fyrstu viðbrögð við tapi eru yfirleitt ekki sérstök."

„Ég er mjög stoltur af mínum mönnum og frammistöðu liðsins. Við þurfum að þjappa okkur saman og halda áfram í deildinni," segir Ómar.

HK fékk dauðafæri til að taka forystuna undir lok fyrri hálfleiks. Það hefði verið áhugavert að sjá hvernig leikurinn hefði spilast ef þeir hefðu nýtt það færi.

„Þetta varð einhvern veginn að þremur færum; í slá, þeir blokka skot og svo rétt fram hjá. Það var vissulega mjög svekkjandi en svona var þetta í kvöld."

Stemningin í Kórnum var frábær og andrúmsloftið rafmagnað. Þetta var fyrsti Kópavogsslagur Ómars sem þjálfara.

„Við viljum gera vel á móti Breiðabliki, sama hvort það er hér eða í yngri flokkunum. Það breytist ekkert. Ætli ég hafi ekki þjálfað helminginn af liðinu í dag í yngri flokkunum á móti Breiðabliki. Hugarfarið er alltaf það sama, við viljum vinna þegar við mætum þeim. Við seljum okkur dýrt og það sást í kvöld. Vonandi er þetta eitthvað sem við tökum með okkur. Ég vona að við höfum gert okkar fólk stolt," sagði Ómar.

Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner