Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 19. september 2019 18:06
Brynjar Ingi Erluson
Byrjunarliðin í Evrópudeildinni: Rúnar byrjar á Old Trafford
Rúnar Már Sigurjónsson spilar á Old Trafford
Rúnar Már Sigurjónsson spilar á Old Trafford
Mynd: Eyþór Árnason
Það eru margir áhugaverðir leikir í fyrstu umferð í riðlakeppni Evrópudeildarinnar í kvöld en síðari leikirnir hefjast klukkan 19:00 og eru nokkir Íslendingar á ferðinni.

Rúnar Már Sigurjónsson er í byrjunarliði Astana sem fer á Old Trafford og spilar með Manchester United en mikið hefur verið fjallað um Rúnar í fjölmiðlum síðasta daga þar sem hann er dyggur stuðningsmaður United frá barnæsku.

Byrjunarlið Man. Utd: Romero, Dalot, Jones, Tuanzebe, Rojo, Fred, Matic, Gomes, Greenwood, Chong & Rashford.

Byrjunarlið Astana: Eric; Shomko, Simunovic, Postnikov, Rukavina; Maevski, Tomasevic; Tomasov, Sigurjonsson, Rotariu; Murtazayev.

Hörður Björgvin Magnússon er í þá í liði CSKA Moskvu sem mætir Ludogorets frá Búlgaríu en Arnór Sigurðsson er enn frá vegna meiðsla.

Byrjunarlið CSKA Moskvu: Akinfeev, Fernandes, Karpov, Diveev, Magnússon, Kuchaev, Bistrovic, Vlasic, Oblyakov, Bijol, Nishimura.

Albert Guðmundsson er á bekknum hjá AZ Alkmaar sem mætir Partizan frá Serbíu.
Athugasemdir
banner
banner
banner