fim 19. september 2019 14:00
Elvar Geir Magnússon
Fótboltamaður skotinn til bana
Hollenski varnarmaðurinn Kelvin Maynard hefur verið skotinn til bana.

Maynard er fyrrum leikmaður Burton Albion í ensku neðri deildunum.

Maynard, sem var 32 ára, var skotinn í Amsterdam í Hollandi.

Lögreglan leitar nú að árásarmönnunum sem voru tveir og flúðu af vettvangi á vespu.

Maynard var á sínum tíma hjá Royal Antwerp en lék með hollensku utandeildarliði.
Athugasemdir
banner