Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 19. september 2019 18:18
Brynjar Ingi Erluson
Hudson-Odoi framlengir við Chelsea til 2024 (Staðfest)
Callum Hudson-Odoi við undirskriftina
Callum Hudson-Odoi við undirskriftina
Mynd: Chelsea
Enski táningurinn Callum Hudson-Odoi framlengdi í dag samning sinn við Chelsea til ársins 2024 en þetta kemur fram á heimasíðu félagsins.

Hudson-Odoi er 18 ára gamall og uppalinn hjá Chelsea, en hann var atkvæðamikill á síðustu leiktíð er hann gerði 5 mörk í 24 leikjum áður en hann meiddist illa.

Hann sleit þá hásin og hefur hann verið frá síðan en hann er þó væntanlegur á næstu dögum í aðalliðið. Hann spilaði með U23 ára liði Chelsea gegn Brighton á dögunum og hefur verið að æfa stíft með aðalliðinu.

Samningur hans við Chelsea átti að renna út næsta sumar og var mikil umræða um það hvort hann myndi fara frá félaginu en Bayern München hefur verið á höttunum eftir honum síðasta árið.

Leikmaðurinn ákvað þó í sumar að hefja viðræður við Chelsea og fékkst það staðfest í dag að hann væri búinn að framlengja til ársins 2024. Hann mun þá þéna 120 þúsund pund á viku.
Athugasemdir
banner