Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 19. september 2020 11:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Heimild: Fréttablaðið 
Arnar Viðars: Evrópuúrslit spark í rassinn - Bæta þarf líkamlegan þátt leikmanna
Mynd: Getty Images
Arnar og Eiður.
Arnar og Eiður.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Yfirmaður knattspyrnusviðs hjá KSÍ, Arnar Þór Viðarsson, segir að úrslit íslensku félaganna í Evrópukeppnum sé spark í rassinn fyrri íslenska knattspyrnu. Arnar segir að íslensk félög verði að bæta sig í hraða- og styrktarþjálfun leikmanna. Arnar ræddi við Fréttablaðið og birtist greinin í morgun.

„Það sést bersýnilega hjá þeim leikmönnum sem eru að fara í atvinnumennsku að það er mælanlegur munur á hraða og styrk hjá þeim á stuttum tíma eftir að þeir fara utan. Það er umhugsunarvert hvað munurinn er mikill," sagði Arnar.

Hann sagði að hann og Eiður Smári Guðjóhnsen, þjálfarateymi U21 landsiðs karla, hefðu rætt að mikill munur væri á hraða og styrk leikmanna sem voru að koma úr atvinnumennsku og þeirra sem koma frá íslenskum félögum.

„Við þurfum að átta okkur á því að fótboltinn er að fara úr því að vera tækniíþrótt í það að áherslan er að færast yfir í hraða og styrk leikmanna. Íslensk félög þurfa að fylgja þessari þróun og bæta sig í líkamlegri þjálfun leikmanna."

Eins og fram kom hér að ofan segir Arnar úrslit íslenskra liða í Evrópukeppnum eiga að vera spark í rassinn.

„Mér finnst lélegur árangur íslenskra félagsliða í Evrópukeppnunum eiga að vekja okkur til lífsins og að KSí og félögin í landinu þurfa að vinna saman í að snúa þessari þróun við. Það gerist með bættu samstarfi, við það að bæta líkamlegt atgervi leikmanna. KSÍ getur, og á að, hjálpa félögunum í þessum efnum. Við verðum að bæta hraða og styrk leikmanna til þess að ná betri árangri. Sem dæmi má nefna að FH hefði haft betur gegn sínum andstæðingi í ár ef þeir stæðu betur hvað líkamlega þáttinn varðar," sagði Arnar. Viðalið í heild sinni má lesa inn á vef Fréttablaðsins.

Arnar ræðir einnig um að fjölmargir spennandi leikmenn séu að koma upp og fleiri breytingar séu í farvatninu þegar kemur að fyrirkomulagi yngri flokka.

Rætt verður um 'Evrópuvesenið' í útvarpsþættinum Fótbolti.net sem hefst klukkan 12:00 á X-977.
Athugasemdir
banner
banner