Man Utd ætlar að bjóða Calvert-Lewin samning - Al Nassr á eftir Rodrygo - Chelsea fylgist með stöðu Nwaneri
   sun 19. september 2021 18:16
Aksentije Milisic
Pepsi Max-deildin: Sturluð dramatík í sigri Víkings á meðan Breiðablik tapaði
Helgi með gríðarlega mikilvægt mark.
Helgi með gríðarlega mikilvægt mark.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Árni brenndi af vítaspyrnu.
Árni brenndi af vítaspyrnu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Tveimur leikjum var að ljúka í Pepsi Max deild karla en spennan er gífurleg í deildinni.

Í Hafnarfirðinum áttust við FH og Breiðablik og á sama tíma í Vesturbænum var leikur á milli KR og Víkings.

Breiðablik og Víkingur eru í mikillri baráttu um Íslandsmeistaratitilinn og því var mikið undir í kvöld. Spilað var í næst síðustu umferð deildarinnar.

Í Kaplakrika tapaði Breiðablik gegn FH. Pétur Viðarsson skoraði eina mark leiksins á 38. mínútu með skalla eftir hornspyrnu.

„MAAAAARRRKKKKKK!!!!!
FH fékk hornspyrnu. Boltinn barst til Matta sem skallaði hann áfram til Péturs Viðars sem skallaði boltann í netið!",
skrifaði Matthías Freyr Matthíasson í beinni textalýsingu.

Árni Vilhjálmsson fékk gullið tækfæri til að jafna metin á 77. mínútu en hann skaut þá hátt yfir markið af vítapunktinum. Meira var ekki skorað og frábær sigur FH því staðreynd.

Á sama tíma vann Víkingur stórbrotinn sigur á KR í Vesturbænum. Kjartan Henry Finnbogason kom KR yfir á 9. mínútu leiksins en stuttu síðar jafnaði Atli Barkarson metin með glæsilegu marki.

Þegar allt virtist stefna í jafntefli þá ákvað Helgi Guðjónsson að taka málin í sínar hendur.

„TITILMARK!?!?!?!?!?!?
Varamennirnir koma að þessu.
Horn frá hægri fast inn í markteiginn og þar er það Helgi sem nær snertingunni og í netið fór hann.
Allt vitlaust í stúkunni!"
skrifaði Magnús Þór Jónsson í beinni textalýsingu frá Vesturbænum.

Undir lok leiks varð allt brjálað. Kjartan Henry fékk rautt spjaldi en á sama tíma fékk KR vítaspyrnu. Pálmi Rafn steig á punktinn en Ingvar Jónsson varði spyrnuna og í kjölfarið urður alvöru senur.

Stuðningsmenn Víkings hlupu inn á völlinn og þurfti að stoppa leikinn. Stuttu síðar var flautað til leiksloka og rosalegur sigur Víkings staðreynd.

Víkingar eru nú með einu stigi meira heldur en Breiðablik fyrir lokaumferðina. Víkingur mætir Leikni á heimavelli á meðan Breiðablik fær HK í heimsókn.

FH 1 - 0 Breiðablik
1-0 Pétur Viðarsson ('38 )
1-0 Árni Vilhjálmsson ('77 , misnotað víti)

Lestu um leikinn

KR 1 - 2 Víkingur R.
1-0 Kjartan Henry Finnbogason ('9 )
1-1 Atli Barkarson ('16 )
1-2 Helgi Guðjónsson ('87 )
1-2 Pálmi Rafn Pálmason ('90 , misnotað víti)
Rautt spjald: Kjartan Henry Finnbogason, KR ('90)

Lestu um leikinn
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner